Valfell fasteignamiðlun og ráðgjöf sími 570-4824.
Vel staðsett og rúmgott parhús á einni hæð með 4 svefnherbergjum ( hægt að bæta við 5 ) Húsið er skráð alls 197,1 fm. Forstofa með flísum og góðum fataskáp, forstofuherbergi inn af. Innra hol opið að hluta í stofu og eldhús. Inn af holi er gestabaðherbergi með klósetti og sturtu.
Í svefnherbergisálmu eru 3 svefnherbergi, öll með fataskáp og aðalbaðherbergi með baðkari, skáp og innréttingu. Eldhús með eyju opið í rúmgóða stofu, sjónvarpsherbergi inn af holi ( hægt að stúka af 5 svefnherbergið ) úr stofu er gengið út í sólskála og þaðan út í garð. Úr eldhúsi er gengið í gegnum skáplagðan gang og þaðan inn í tvískiptan bílskúr með geymslu/skrifstofu í enda og þaðan gengið út á sama sólpall og úr sólskála. Stór einangruð útigeymsla með rafmagni við enda innkeyrslu.
Skolplögn hússins var mynduð 12. sept. 2025, PVC rör og lagnir í lagi. myndefni til á skrifstofu.Endurbætur á húsi á liðnum árum:Járn á þaki árið 2005 Aluzink
Gluggar og hurð endurnýjuð í eldhúsi, þvottahúsi
Neysluvatnslagnir 2018,
Gólfhiti 2018
Rafmagn endurídregið og töflur 2018
Gestabað 2018 og aðalbaðherbergi
Gólfefni 2018
Innrétting í eldhúsi og innihurðir frá 2005
Útihurð og bílskúrshurð 2005
Allar nánari uppl. veitir Hákon á [email protected]