Valfell fasteignamiðlun og ráðgjöf sími 570-4824.
Falleg, bört og sjarmerandi 4ra herbergja tæplega 60 fm íbúð í risi með suðursvölum auk 11 fm geymslu við bílskúra alls 70,1 fm .
Íbúðin er stærri en skráðir fermetrar segja til um þar sem hluti íbúðar er undir súð.
Íbúðin er mikið endurnýjuð. Innan íbúðar eru 3 svefnherbergi, eldhús með nýrri innréttingu og tækjum, og borðkrók. Baðherbergi flísalagt, sturta. Úr stofu er gengið út á suðursvalir.
Sameiginlegt þvottahús í kjallara og sérgeymsla við bílskúr ( köld ).
Frumherji framkvæmdi söluskoðun á íbúðinni hinn 15. júlí 2025. Eignin var sjónskoðuð að utan og innan ásamt því að framkvæmdar voru rakamælingar á völdum stöðum. Sjá skýrslu sem fylgir söluyfirliti. Búið er að endurnýja glugga og gler í sameign hússins á 1 og 2. hæð, seljandi hefur greitt þann kostnað.
Íbúðin getur verið laus um miðjan ágúst. Seljandi hefur stækkað alrými, burðarbiti settur samkvæmt teikningu sem fylgir með.
Árið 2020 til ársins 2022 voru eftirfarandi endurbætur gerðar á íbúðinniInnrétting og heimilistæki í eldhús.
Baðherbergi, flísalögn, hreinlætistæki árið 2021
Gólfefni íbúðar, bæði parket og flísar
Innihurðir og fataskápar.
Ragmagn endurídregið að hluta til, rofar og tenglar endurnýjaðir.
Greinatafla íbúð var endurnýjuð.
Handrið á svölum hækkað.
Gluggi og gler á baði ásamt glugga og gleri í eldhúsi árið 2020.
Stigagangur í sameign málaður og teppalagður.
Svalagólf málað.
Árið 2024 var sameiginlegt þvottahús í kjallara, málað og skápar settir upp fyrir þvottavélar Allar nánari uppl. veitir Hákon á [email protected]